tisa: Þar skall hurð nærri hælum
mánudagur, maí 15, 2006
Þar skall hurð nærri hælum
Ég lenti í frekar óskemmtilegu atviki á föstudaginn síðastliðinn. Ég, Esther, Linda og Maggi Ben vorum á leið okkar upp í Heiðmörk á Polonum hennar Estherar. Við erum nýkomin inn í Heiðmörk. Malbik endar. Lausamöl. Bíllin lendir í holu á veginum. Missum stjórn á bílnum. Veltum tvær og hálfa veltur út af. Áts.
Frekar scary sko.
Svona leit greyið Poloinn út eftir þessi ósköp...


Mjög góð tímasetning, þar sem ég er að fara að taka bílprófið mitt. Ætti maður bara að hætta við þetta allt saman? NeeeÉg hef það bara á bak við eyrað að fara mjög gætilega á malarvegum. Og þið hin vonandi.
En já, ég mun taka skriflega prófið þann 24.maí kl.11:00 ... og vonandi næ ég því.
En ætla að fara að njóta þess að vera á lífi ... með því að sofa.
Tinna - Leti er lífstíll
tisa at 14:34
0 comments